Frelsi dagsins var notað til viðskipta. Flestir fóru á markaðinn við stóra torgið, þar á meðal þessi hér. Myndir af mörkuðum eru hver annarri likar og nennuleysi til slíkrar myndatöku réði því að fyrsta mynd dagsins var tekin á skemmtilegu litlu veitinga- og kaffihúsi á markaðssvæðinu. Þar löfðu alls kyns áhöld úr loftinu og skópu skemmtilega stemningu.
Síðara viðfangsefni dagins var tilraun til myndatöku á kvöldgöngu um garða og brýr og gekk misjafnlega. Lokaskotið var tilraun til umferðarmyndatöku og verður seint metið til viðurkenningar. Fær þó að fljóta með.
Árla í fyrramálið verður lagt af stað til Teheran, síðasta viðkomustaðar þessarar ferðar.
Skrifað af Haukur Már Haraldsson