Af Silfurgarði
Hitt og þetta um áhugaverð og athyglisverð efni


15.11.2010 10:11

Fjölmiðlar og stjórnlagaþing

Undanfarna tvo daga hef ég verið að fá mikinn póst frá frambjóðendum til Stjórnlagaþings. Menn eru þar skemmtilega duglegir að tala saman, mestanpart þó um eitt meginatriði; áhugaleysi fjölmiðla gagnvart kosningum til stjórnlagaþings. Öll höfum við fengið tilboð frá hinum og þessum fjölmiðlum og tengslafyrirtækjum og kynningarfyrirtækjum sem vilja allt fyrr okkur gera fyrir misjafnlega margar tugþúsundir króna. RÚV bauð mér t.d. pakka upp á liðlega 150.000 krónur. Þetta er sameiginleg reynsla.
Sjálfur tók ég þann pól í hæð strax í upphafi að ég ætlaði ekki að verja til þessa framboðs neinu sem næmi. Eins litlu og hægt væri að komast af með. Ástæðurnar eru tvær; í fyrsta lagi eru peningar takmörkuð auðlind á heimilinu og í annan stað lít ég svo á að Stjórnlagaþing eigi að vera fyrsta skrefiðí átt frá því samfélagi, þar sem menn gátu/geta keypt sér áhrif í stofnunum samfélagsins; sveitarstjórnum og/eða Alþingi. Ég hef að vísu keypt mér litlar auglýsingar á Fébókinni, svona fyrirbæri sem eiga að droppa upp einstaka sinnum. Hef að vísu aldrei séð þær, en frétt af þeim. Þær koma til með að kosta um 5.000 krónur.
Fram hefur komið hugmynd um sameiginlegan vettvang allra þeirra frambjóðenda sem myndu vilja vera með í slíku átaki. Eiginlega má líta á það sem örþrifaráð frambjóðenda; þeim er nauðsynlegt að koma sér á framfæri, en þessir venjulegu fjölmiðlar virðast þeim lokaðir. Ég hef lýst mig áhugasaman um að koma að slíku verkefni.
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 210217
Samtals gestir: 60084
Tölur uppfærðar: 3.8.2021 11:48:55