Af Silfurgarði
Hitt og þetta um áhugaverð og athyglisverð efni


11.11.2010 20:33

Svör við spurningum frá kjósanda

Mér barst áðan bréf frá kjósanda, með sjö spurningum um afstöðu mína til nokkurra mála. Bréfið ásamt spurningum og svörum var svohljóðandi:

Þegar kosið verður til stjórnlagaþings þarf að velja úr frambjóðendum. Til þess að geta það þarf ég að vita afstöðu þeirra til ýmissa ágreiningsmála. Þessvegna bið ég þig að eyða þeim af orðunum Já Hlutlaus Nei hér fyrir neðan sem ekki eiga við, og endursenda síðan skjátuna.

1) Viltu að landið sé eitt kjördæmi? Já Hlutlaus Nei -- Svar:

2) Viltu að ríkið veiti einu trúfélagi forréttindi umfram önnur? Já Hlutlaus Nei -- Svar: Nei

3) Viltu að almenningur eigi allar náttúruauðlindir og njóti arðs af þeim? Já Hlutlaus Nei -- Svar: 

4) Viltu að vernd umhverfis og náttúru verði höfð að leiðarljósi við allar framkvæmdir? Já Hlutlaus Nei - Svar: Í meginatriðum já. Þetta er hins vegar spurning sem eiginlega er ekki hægt að svara með absolútu jái eða neii. Eða hlutleysi. Spurningin er of skilyrðislaus.

5) Viltu að öll orkufyrirtæki séu í eigu almennings? Já Hlutlaus Nei - Svar: Hér gildir sami fyrirvari og í spurningu 4. Þessu verður ekki svarað með absolútu jái eða neii. Eða hlutleysi. Spurningin er of skilyrðislaus.

6) Viltu að Ísland verði áfram aðili að Atlandshafsbandalaginu? Já Hlutlaus Nei -- Svar: Nei

7) Viltu að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu náist hagstæðir samningar? Já Hlutlaus Nei -- Svar: 


Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 210197
Samtals gestir: 60084
Tölur uppfærðar: 3.8.2021 10:08:59