Af Silfurgarði
Hitt og þetta um áhugaverð og athyglisverð efni


07.11.2010 18:51

Skref í átt að Stjórnlagaþingi

Í dag voru kynntar þær tillögur sem Þjóðfundur helgarinnar leggur fyrir Stjórnlagaþing. Það sem ég hef séð gefur til kynna að áherslan sé á breytt samfélag; breyttar áherslur, breytt vægi einstakra þátta samfélagsins. 
Samkvæmt fréttum er í tillögum Þjóðfundarins lögð áhersla á að stjórnarskráin eigi að vera sáttmáli sem tryggi fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og sé skrifuð fyrir fólkið í landinu. Hún eigi að standa vörð um íslenska tungu og menningu, sem og auðlindir þjóðarinnar. Jafnfram eigi hún að stuðla að fjölmenningu og aðskilnaði ríkis og trúfélaga.
Niðurstöðum þjóðfundarns er skipt í átta efnisflokka: "Land og þjóð", "siðgæði, mannréttindi"; "réttlæti", "velferð og jöfnuður", "náttúra Íslands, vernd og nýting", "lýðræði, valddreifing", ábyrgð og gagnsæi", "friður og alþjóðasamvinna". 

Í fréttum sá ég ýmiss konar stikkorð, sem ég er svo hjartanlega sammála og myndi hafa mikinn áhuga á að vinna að á Stjórnlagaþingi. Þar má nefna að ráðherrar gegni ekki þingmennsku, fjölmenningarsamfélagið, staða forsetaembættisins o. fl.

Flettingar í dag: 447
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 747
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 539582
Samtals gestir: 70699
Tölur uppfærðar: 30.12.2024 15:42:49


Tenglar