Af Silfurgarði
Hitt og þetta um áhugaverð og athyglisverð efni


15.09.2014 17:37

Aftur til Teheran

Við lögðum af stað frá Esfahan klukkan hálfníu í morgun og renndum upp að Hotel Azadi í Teheran liðlega átta í kvöld. Dagurinn var fyrir margt lýjandi, ekki síst þegar rútan okkar bilaði áður en við náðum til Kashkan. Þá vorum við stödd í námunda við úranvinnsluverksmiðju Írana og því bannað að taka myndir. Umferð var mikil eftir veginum í báðar áttir, fólksbílar og flutningatæki. 

Við snæddum hádegisverð, sem framreiddur var úti við í Fingörðunum. Þarna voru ótal stórfjölskyldur að gera slíkt hið sama; það er raunar einna athyglisverðast við íranskt samfélag, þessi mikla samkennd fjölskyldunnar og sá siður að borða úti við þegar því verður við komið. Þá kemur fjölskyldan með teppi og mat, eldar matinn á staðnum og neytir hans. Fá sér jafnvel í vatnspípu í afslöppuðu andrúmsloftinu. Og börnin leika sér.

Við skoðuðum eina höll áður en við fengum hádegismatinn, en síðan var haldið beina leið til Teheran.

 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 943
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 986
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 442107
Samtals gestir: 61629
Tölur uppfærðar: 9.9.2024 08:13:30


Tenglar