Þótt menn eigi örugglega erfitt með að viðurkenna það þá eru það sennilega þeir, sem mest hömuðust á Sveinbjörgu framsóknar og skoðunum hennar á múslimum og moskum, sem tryggðu Framsóknarflokknum þessi tvö sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. Þessi ofboðslegu og langdregnu viðbrögð kölluðu til samúðarfylgi frá ysta hægrinu og öfgamönnum í öðrum flokkum. Það kom best í ljós þegar Skúli Skúlason, tákngervingur hins fordómafyllsta í samfélaginu skoraði á skoðanabræður sína og -systur að þjappa sér um B-listann og þessa hugdjörfu konu.
Þetta þurfa menn að hafa í huga næst þegar svona kemur upp; gagnrýna málefnalega en ekki gefa svona þáttum alla umræðuna. Það vekur aðeins óverðskuldaða athygli og jafnvel [óverðskuldaða] samúð.
Written by Haukur Már Haraldsson