Af Silfurgarði
Hitt og þetta um áhugaverð og athyglisverð efni


Blog records: 2011 N/A Blog|Month_9

05.09.2011 17:38

Óheiðarleg blaðamennska DV

Það kemur gjarnan fyrir að mér mislíkar við meðferð blaðamanna DV á mönnum og málefnum. Yfirleitt læt ég mér nægja að hrista hausinn og/eða í besta falli gera athugasemdir á vef blaðsins. Það er svolítið eins og þerapía og tekur þungann af sálinni. Í dag er "fréttamennska" blaðsins hins vegar slík að ekki dugar að gera athugasemd í þar til gerðan dálk á vefútgáfu DV. Hún keyrir um þverbak og spurningin hlýtur að vera í hvaða flokk fréttablaða DV vill skipa sér; ómerkilegra slúðurblaða sem þrífast helst á dylgjum sem eiga sér kannski ekki grundvöll en eru góðar til að vekja óánægju þeirra sem ekki vita betur. Partur af slíkri blaðamennsku er að hamra á sama málinu, gæta þess að efna ekki til upplýstrar umræðu og segja aldrei hreint út það sem gefið er í skyn. Blöð í þessum flokki eru t.d. Sun, Daily Mail, Daily Mirror og hið sálaða News of the World o.fl. Yfirleitt blöð sem seljast vel út á þau markaðslegu sannindi að hafa beri það sem betur hljómar. Það er auðvitað mál eigenda og stjórnenda DV hvar i flokk þeir skipa sér, en það væri heiðarlegra ef þeir bara segðu það hreint út en væru ekki að gefa sig út fyrir að vera heiðarlegt fréttablað.

Það er umfjöllunin DV um biðlaun Þórunnar Sveinbjarnardóttur sem gengur fram af mér. Þarna held ég að blaðið toppi sjálft sig í ómerkilegheitunum. Af einhverjum ástæðum hefur ritstjórn DV ákveðið að leggja Þórunni í einelti. Blaðamaðurinn Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er í umfjöllun sinni ber að hreint ótrúlegum ómerkilegheitum, að ekki sé sagt óheiðarleika. Byrjar á forsíðu, þar sem orðalag er slíkt að það gefur í skyn að Þórunn sé að verða sér út um eitthvað sem henni beri ekki þegar hún sest á skólabekk í haust. Inn í blaðinu tekur þó steininn úr, þegar Ingibjörg Dögg heldur því fram í aðalfyrirsögn, að Þórunn "taki sér" laun í siðfræðinámi. TAKI SÉR! Hér er gefið í skyn að Þórunn verði sér úti um fé sem henni beri ekki meðan hún stundar nám. 

Til þess svo að bíta höfuðið af skömminni setur DV upp vefkönnun á því, hvort það sé siðferðislega rétt af Þórunni Sveinbjarnardóttur að taka biðlaun á meðan hún sé í siðfræðinámi. Þessi könnun er í beinu framhaldi af frétt blaðsins á vefnum. 


  • 1
Today's page views: 753
Today's unique visitors: 76
Yesterday's page views: 1145
Yesterday's unique visitors: 24
Total page views: 531872
Total unique visitors: 70226
Updated numbers: 22.12.2024 08:08:34


Links