Af Silfurgarði
Hitt og þetta um áhugaverð og athyglisverð efni


13.06.2013 08:25

Að snúa þróuninni við

Er það ekki í alvöru svolítið undarlegt að þegar sjálfstæðis- og framsóknarmenn komast til valda skuli fyrstu verk þeirra vera að stjórnmálavæða Ríkisútvarpið og velta fyrir sér að hætta við þátttöku ríkisins í tannlækningarkostnaði barna? Á sama tíma og lýst er yfir þeirri absolútu ákvörðun að lækka veiðileyfagjald um heildarupphæð sem myndi standa undir t.d. tannlæknakostnaðinum. Ríkisútvarpið hefur lengi farið í taugarnar á sjöllum, vegna ímyndaðrar vinstri slagsíðu (vinstri menn kvarta reyndar á sama tíma undan hægri slagsíðu). Með því að setja á ný í lög ákvæði um flokkspólitíska yfirstjórn er refsivendinum veifað … Gætið þess að segja frá því sem gerist í samfélaginu á réttan hátt … frá sjónarhóli ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis. Er mig að misminna; voru það ekki áreiðanlega hægri menn sem sífellt héldu því fram að þeir væru boðberar gegnsæis og frelsis fjölmiðla?

Flettingar í dag: 1610
Gestir í dag: 133
Flettingar í gær: 2105
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 706784
Samtals gestir: 80218
Tölur uppfærðar: 25.5.2025 16:06:05


Tenglar