Af Silfurgarði
Hitt og þetta um áhugaverð og athyglisverð efni


23.01.2012 12:57

Það má aldrei verða

Það mætti orða það þannig að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde sé síðasta tækifærið til að leiða fram í dagsljósið ástæður hrunsins. Nákvæmlega þess vegna reyna nú Sjálfstæðismenn að koma í veg fyrir að þau fari fram. Til vitnis yrðu óhjákvæmilega kallaðir einstaklingar, sem áttu stóran þátt í því hvernig fór, ýmist með gjörðum sínum eða aðgerðarleysi.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var ekki síst studd til valda vegna þess að almenningur í landinu, þjóðin, vildi gera upp við hrunið, þær efnahagslegu hamfarir, sem hafa lagt líf fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna í fjötra sem ekki er sýnilegt að takist að leysa að fullu næsta áratuginn, a.m.k.
Takist Sjálfstæðisflokknum og öðrum hægri öflum landsins ætlunarverk sitt, að fá Alþingi til að falla frá kærunni á hendur Geir H. Haarde, tekst þeim jafnframt að koma í veg fyrir nauðsynlegt uppgjör. Það má aldrei verða. Það væri blaut tuska í andlit þess almennings í landinu, sem orðið hefur að bera stærstan hluta byrðanna undanfarin þrjú ár.

Flettingar í dag: 419
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 293085
Samtals gestir: 41985
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:00:42


Tenglar